Í hvaða stéttarfélagi er ég?

Hvernig veit ég í hvaða stéttarfélagi ég er?

Skoðaðu launaseðilinn þinn. Neðst á launaseðlinum ætti að standa nafn stéttarfélagsins.

Hvað ef ekkert stéttarfélag er tilgreint á launaseðlinum?

Stéttarfélagið þitt ræðst af tveimur þáttum: starfinu þínu og svæðinu þar sem þú vinnur.

Þetta kort getur hjálpað þér að finna rétt stéttarfélag.