Um ASÍ

ASÍ er samsett úr 44 stéttarfélögum og félagsfólk þeirra starfa á flestum sviðum samfélagsins, á almennum vinnumarkaði og hluta opinbera markaðarins, m.a. almennt verkafólk, verslunar- og skrifstofufólk, sjómenn, rafvirkjar og starfsfólk í iðnaði.

 

Um tveir þriðju hlutar launafólks í skipulögðum samtökum tilheyra félagi sem á aðild að ASÍ

Félagsfólk í ASÍ eru um 136 þúsund og þar af eru 121 þúsund virk á vinnumarkaði. Stéttarfélagsaðild á Íslandi er yfir 80%. Fjölmennustu stéttarfélögin á Íslandi eru VR, með um 40 þúsund félaga og Efling - stéttarfélag, með um 28 þúsund félaga. Bæði VR og Efling eru aðilar að ASÍ.

Nánari upplýsingar um ASÍ má finna á www.asi.is