Persónuverndarstefna

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) telur friðhelgi einkalífs og persónuvernd einstaklinga mikilvæg grunnréttindi og styður styrkingu á rétti einstaklinga sem til kom með lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga í kjölfar samþykktrar svokallaðrar GDPR reglugerðar ESB.

 

ASÍ er heildarsamtök stéttarfélaga og hlutverkið er skilgreint í 3. gr. laga sambandsins, sbr:

  • Að hafa forystu í stéttarbaráttu launafólks, koma fram fyrir hönd aðildarfélaga í sameiginlegum málum gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum, innanlands og á alþjóðavettvangi. Móta og samræma heildarstefnu samtakanna í atvinnu-, mennta-, umhverfis- og kjaramálum.
  • Að samræma og tryggja framkvæmd þjónustu aðildarfélaganna við félagsmenn þeirra.
  • Að standa að gerð kjarasamninga um sameiginleg mál sem aðildarsamtökin fela sambandinu skv. 9. gr.
  • Framkvæmdir í þessu skyni annast aðildarfélögin sjálf, eða sambönd þeirra í umboði félaganna ásamt ársfundi og miðstjórn Alþýðusambandsins.

 

Vinnsla persónuupplýsinga hjá ASÍ er ekki hluti af kjarnahlutverki sambandsins og er vinnsla því óveruleg. Sú takmarkaða vinnsla sem á sér stað kemur fyrst og fremst til vegna aðstoðar sérfræðinga sambandsins við aðildarfélög í málum einstaklinga. Í öllum tilvikum er slíkt gert í samræmi við persónuverndarstefnu og verklagsreglur viðkomandi aðildarfélags og meðferð upplýsinganna, þ.m.t. geymsla og eyðing, hjá ASÍ er að öllu leyti í samræmi við áskilnað nefndra laga nr. 90/2018. Þeir einstaklingar sem hafa beint samband við ASÍ t.a.m. í gegnum labour.is njóta fulls friðhelgis og öll vinnsla á þeim persónuupplýsingum sem þar koma fram eru unnin í samræmi við lög nr. 90/2018. ASÍ minnir á rétt einstaklinga skv. III. kafla nefndra laga nr. 90/2018 sem varðar m.a. aðgangsrétt og réttinn til að gleymast.

 

Upplýsingum (nafni, tölvupóstfangi, heimilisfangi og síma) er safnað um félagslega kjörið forystufólk aðildarfélaga en ASÍ heldur úti hinum ýmsu stýri- og málefnanefndum sem ýmist eru skipaðar af forystufólki aðildarfélaga og/eða kosnar beint af sambandsþingi ASÍ.

 

ASÍ notar forritið Google Analyctics til að mæla aðsókn á vefsíðu sambandsins en þær upplýsingar sem verða til þar eru að engu leyti persónugreinanlegar.

 

Fyrirspurnum og erindum er varða vinnslu persónuupplýsinga hjá ASÍ skal senda á asi@asi.is